Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 15. október 2021 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Hulda Hrund gerir þriggja ára samning við Fylki
Kvenaboltinn
Hulda Hrund Arnarsdóttir gerði þriggja ára samning í dag
Hulda Hrund Arnarsdóttir gerði þriggja ára samning í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund Arnarsdóttir framlengdi í dag samning sinn við Fylki til ársins 2024.

Hulda, sem er fædd árið 1997, er uppalin í Fylki og á 122 leiki og 24 mörk í bæði deild- og bikar.

Hún spilaði tólf leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar og gerði tvö mörk.

Hulda mun spila næstu þrjú árin með Fylki en hún framlengdi samning sinn í dag Hún er þessa stundina í námi í Bandaríkjunum og snýr aftur til landsins í maí.

Þá á hún að baki 20 leiki og 5 mörk fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner