Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. október 2022 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus vann borgarslaginn - Fyrsti útisigurinn síðan í apríl
Dusan Vlahovic skoraði sigurmark gegn Torino
Dusan Vlahovic skoraði sigurmark gegn Torino
Mynd: EPA
Juventus lagði Torino, 1-0, í borgarslagnum í Tórínó í dag en það var Dusan Vlahovic sem gerði eina mark leiksins um það bil fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Það voru gestirnir í Juventus sem sköpuðu sér hættulegustu færin í leiknum en Vlahovic og Manuel Locatelli áttu fínustu tilraunir en Vanja Milinkovic-Savic varði frá þeim.

Torino skapaði sér fimmtán færi í leiknum en ekkert sem Wojciech Szczesny þurfti að hafa áhyggjur af. Hann var öruggur í markinu og þurfti alls ekki að taka á stóra sínum.

Vlahovic skoraði eftir hornspyrnu á 74. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. Fyrsti útisigur Juventus síðan í apríl og liðið í 7. sæti með 16 stig.

Empoli lagði þá nýliða Monza, 1-0. Nicolas Haas skoraði eina markið á 11. mínútu. Miðjumaðurinn Nicolo Rovella fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks í liði Monza.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 1 - 0 Monza
1-0 Nicolas Haas ('11 )
Rautt spjald: Nicolo Rovella, Monza ('90)

Torino 0 - 1 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('74 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
4 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner