Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Tryggvi spilaði í tapi - Íslendingalið efst
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström sem tapaði fyrir Ull/Kisa í norsku 1. deildinni í kvöld.

Ull/Kisa skoraði sigurmark sitt í leiknum í byrjun seinni hálfleiksins. Tryggvi var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik, en Skagamaðurinn hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum frá því hann gekk í raðir Lilleström.

Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Lilleström, sem er í öðru sæti B-deildarinnar í Noregi með 49 stig.

Tromsö er á toppi deildarinnar með 56 stig eftir 27 leiki. Adam Örn Arnarson er á mála hjá liðinu en hann hefur glímt við erfið meiðsli á þessari leiktíð.

Sjá einnig:
Adam píndi sig áfram og sýpur seyðið af því - „Maður vill ekki bregðast liðinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner