Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. nóvember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að hann hætti eða fari í KR"
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæti Hannes farið aftur í KR?
Gæti Hannes farið aftur í KR?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, besti landsliðsmarkvörður sem Ísland hefur átt, er laus allra mála eftir að hafa yfirgefið herbúðir Vals í síðustu viku.

Markvörðurinn, sem er 37 ára gamall, skrifaði undir samning um starfslok við Val. Félagið vildi af einhverri ástæðu ekki halda honum áfram.

„Það er ljóst að miðað við það sem maður hefur heyrt hvað Hannes var með í laun - sem var jafnmikið og hann átti skilið fyrir það sem hann hefur gert á sínum ferli og líka fyrir Val - að þetta hefur verið fjandi góð summa út í buskann fyrir Val. Þeir eru að borga honum einhverjar milljónir fyrir að gera ekkert," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Hvað næst?
Nú er stóra spurningin hvað Hannes gerir næst. Rætt var um það í útvarpsþætttinum að líklegast væri að hann myndi leggja hanskana á hilluna þar sem hann er að fá mikla athygli núna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Leynilögga. Hann á væntanlega spennandi feril framundan í leikstjórn.

En ef landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi ákveður að halda áfram, þá telja Elvar Geir og Tómas að KR - hans fyrrum félag - sé líklegasti áfangastaðurinn.

„Hannes er fyrrum leikmaður KR og núna er hann bara laus," sagði Elvar Geir og bætti við: „Númer þrjú, er Leiknir þar?"

„Já, en mjög litlar líkur á því. Ég held að hann hætti eða fari í KR," svaraði Tómas.

Því var kastað upp að FH væri kannski möguleiki. „En þú sérð hvað FH er að gera í leikmannamálum. Þeir eru ekki að einbeita sér að eldri leikmönnum. Þeir eru að yngja upp og búa til einhverja framtíð. Mér finnst það mjög ólíklegt að þeir eyði pening í 37 ára gamlan markvörð, miðað við þá stefnu sem þeir hafa tekið."

„Með KR, þá er það flókið því Beitir (Ólafsson) hefur verið frábær frá því hann kom þarna inn. Rúnar (Kristinsson) hefur minnst á að það sé mikið að gera hjá honum í vinunni, hann er afskaplega duglegur verkamaður og allt það. Beitir á samt kannski alveg tvö, þrjú eða fjögur ár eftir," sagði Tómas.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan. Þar er meðal annars rætt um misheppnaðan einkahúmor hjá Valsmönnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Jón Rúnar og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner