Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið á æfingu á keppnisvellinum, Neftci leikvangnum, í Bakú. Á morgun, 17 að íslenskum tíma, er leikur Aserbaísjan og Íslands.
Leikvangurinn tekur um 11 þúsund áhorfendur en landslið Aserbaísjan leikur heimaleiki sína á þremur mismunandi stöðum í Bakú.
Þar er hinn svokallaði Ólympíuleikvangur langstærstur en hann tekur um 70 þúsund manns. Þess má geta að þrátt fyrir nafnið hafa aldrei verið haldnir Ólympíuleikar á honum.
Svo kemur Tofiq Bahramov leikvangurinn sem tekur rúmlega 30 þúsund en þar spilar Qarabag í Meistaradeildinni.
Aserbaísjan er aðeins með eitt stig í þessari undankeppni og því kemur ekki á óvart að Neftci leikvangurinn verði fyrir valinu fyrir komandi leik gegn Íslandi. Síðasti leikur Asera í riðlinum, gegn Frakklandi, verður svo á Tofiq Bahramov.
Leikvangurinn tekur um 11 þúsund áhorfendur en landslið Aserbaísjan leikur heimaleiki sína á þremur mismunandi stöðum í Bakú.
Þar er hinn svokallaði Ólympíuleikvangur langstærstur en hann tekur um 70 þúsund manns. Þess má geta að þrátt fyrir nafnið hafa aldrei verið haldnir Ólympíuleikar á honum.
Svo kemur Tofiq Bahramov leikvangurinn sem tekur rúmlega 30 þúsund en þar spilar Qarabag í Meistaradeildinni.
Aserbaísjan er aðeins með eitt stig í þessari undankeppni og því kemur ekki á óvart að Neftci leikvangurinn verði fyrir valinu fyrir komandi leik gegn Íslandi. Síðasti leikur Asera í riðlinum, gegn Frakklandi, verður svo á Tofiq Bahramov.
Mikael Anderson æfði ekki
Mikael Anderson er ekki með íslenska liðinu á æfingunni sem nú er í gangi en Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, greindi frá því í vikunni að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli.
Það er því útlit fyrir að Mikael geti ekki tekið þátt í leiknum á morgun en á fréttamannafundi á eftir mun Arnar Gunnlaugsson vera spurður að því hvort hann gæti tekið þátt í leiknum gegn Úkraínu.
Lítið pláss fyrir Arnar að athafna sig
Þegar fréttamaður Fótbolta.net mæti á Neftci völlinn áðan voru hreingerningakonur að gera VIP aðstöðuna klára og starfsfólk íslenska liðsins að undirbúa æfingu.
Þegar völlurinn var skoðaður vakti strax athygli að þar er þröngt á þingi og stúkurnar ofan í vellinum. Arnar landsliðsþjálfari, sem er vanur ógnarstórum boðvangi Laugardalsvallar, fær ekki mikið pláss til að athafna sig meðan á leik stendur.
Aðeins eru um 2 metrar frá varamannaskýlunum og að keppnisvellinum sjálfum.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir




