Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Bjartsýn fyrir hönd Blika - „Verða fljótt stressaðar og óöruggar"
Kvenaboltinn
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef spá Hafrúnar gengur upp skorar Birta Georgsdóttir tvö mörk í kvöld.
Ef spá Hafrúnar gengur upp skorar Birta Georgsdóttir tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún í leik með Breiðabliki í Meistaradeildinni 2021.
Hafrún í leik með Breiðabliki í Meistaradeildinni 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 tekur Breiðablik á móti dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarins. Spilað verður á Kópavogsvelli og sér finnskt dómarateymi um leikinn.

Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir er fyrrum leikmaður Breiðabliks og spilar með danska liðinu Bröndby. Hún svaraði spurningum um leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 Fortuna Hjörring

Hvernig líst þér á þennan leik? Hvernig heldur þú að þetta spilist?

„Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og þetta verður mjög spennandi einvígi. Ég held að það verði mikil barátta þar sem bæði lið eru líkamlega sterk og vonandi fáum við nokkur mörk," segir Hafrún sem fór til Bröndby eftir tímabilið 2023 á Íslandi.

2. Hversu öflugt lið er Fortuna og hvernig er styrkleiki dönsku deildarinnar samanborinn við íslensku?

„Fortuna er öflugt lið en ekki jafn sterkt og á síðasta tímabili þegar þær unnu bæði deildina og bikarinn. Þær eru með líkamlega sterkt lið og hættulegar inni í teig þar sem þær eru með sterka leikmenn fram á við."

„Mér finnst helsti munurinn á deildunum vera að danska deildin er mjög physical og munurinn á efstu og neðstu liðum er ekki jafn mikill eins og á Íslandi."


Hvað þarf Breiðablik að gera til að vinna leikinn?

„Ég er búin að horfa á marga leiki með Breiðablik í sumar og þær þurfa bara að halda áfram að spila eins og þær hafa verið að gera og þá eiga þær góðan séns á að klára þennan leik. Þær eru með mjög góða leikmenn fram á við sem geta ógnað mikið sem er mikilvægt á móti Fortuna þar sem þær verða fljótt stressaðar og óöruggar ef þær ná ekki að stjórna leiknum."

Eru einhver stærri nöfn en önnur í liði Fortuna, einhverjar sem þarf að hafa sérstakar gætur á?

„Joy Omewa er leikmaður sem Breiðablik ætti að hafa gætur á, hún er mjög líkamlega sterkur framherji sem getur haldið boltanum vel og mjög góð inni í teig."

Hvernig heldur þú að þetta fari?

„Ég held að Breiðablik eigi mikinn séns á að vinna þennan leik og hann endar 2-1 fyrir Breiðablik, Birta skorar bæði!" segir Hafrún.
Athugasemdir
banner