Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   mið 12. nóvember 2025 10:34
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Ef þeir ná sömu frammistöðu verði þetta erfitt fyrir Ísland
Úr leik Íslands og Aserbaísjan á Laugardalsvelli.
Úr leik Íslands og Aserbaísjan á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Maksim Medvedev, fyrrum landsliðsmaður Aserbaísjan, telur að sínir menn geti náð góðum úrslitum gegn Íslandi þegar liðin mætast í undankeppni HM á morgun.

Ísland vann 5-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrstu umferð keppninnar. Margt hefur breyst hjá Aserum síðan þá, þjálfarabreytingar urðu og Aykhan Abbasov var færður upp úr stöðu U21 landsliðsþjálfara og tók við liðinu.

„Ég held að fyrri leikurinn gefi ekki vísbendingar um hvernig þessi leikur verður. Liðið var langt frá sínu besta og ég er viss um að sömu mistökin verði ekki endurtekin," segir Medveded við aserska fjölmiðilinn Idman.biz.

„Ég vona að leikmenn spili með sjálfstrausti og ákveðni, að við sjáum allt öðruvísi leikstíl. Ef liðið spilar eins og það gerði gegn Úkraínu verður þetta erfitt fyrir Ísland."

Aserbaísjan hefur sýnt góða leiki gegn Úkraínu í undankeppninni, liðin gerðu 1-1 jafntefli í Bakú og svo vann Úkraína nauman 2-1 sigur í Póllandi í síðasta glugga.
Athugasemdir
banner