Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Hareide alvarlega veikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við alvarleg veikindi en norski miðilinn VG greinir frá þessu í dag.

Hareide stýrði Íslandi frá 2023 til 2024 áður en Arnar Gunnlaugsson tók við keflinu.

Hann var á hliðarlínu íslenska liðsins í 20 leikjum en þar af unnust átta, tvö jafntefli og tíu töp. Hareide tók við liðinu í apríl árið 2023 en hætti í nóvember á síðasta ári sem var hans síðasta þjálfarstarf á ferlinum.

VG greinir nú frá því að hann sé að glíma við alvarleg veikindi og hefur Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sent honum batakveðjur.

„Ég vil senda kveðjur í dag. Þetta er afdrifaríkur leikur fyrir Noreg og vil ég senda kveðjur á Åge Hareide sem er sjálfur í mikilli baráttu. Hann er einn af bestu leikmönnum í sögu Noregs og annars besti Norðmaðurinn í sögu enska boltans. Hann hefur átt frábæran þjálfaraferil og einn af fáum Norðmönnum til að komast á HM sem þjálfari og veit því nákvæmlega hvað hann er að eiga við,“ sagði Stolbakken við VG.

Þjálfaraferill Hareide var magnaður. Hann þjálfaði landslið Noregs og Danmerkur, en hann fór með Dani á HM 2018 og komst alla leið í 16-liða úrslit. Árangur hans með Dani var hreint út sagt ótrúlegur en lið hans tapaði ekki í síðustu 34 leikjum ef miðað er við hefðbundinn 90 mínútna leik.

Hann átti að stýra Dönum á EM 2020 en mótinu var frestað og í kjölfarið rann hann út á samningi. Kasper Hjulmand stýrði því Dönum á mótinu sem var spilað árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner