Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var á skotskónum í 2-0 sigri Anderlecht á Standard Liege í belgísku úrvalsdeildinni í dag.
Landsliðskonan er að eiga gott tímabil með Anderlecht en markið hennar var það fjórða í deildinni.
Vigdís byrjaði leikinn og kom Anderlecht yfir á 24. mínútu áður en Luna Vanzeir bætti við öðru snemma í þeim síðari.
Alls hefur Vigdís skorað sjö mörk í deild og Evrópukeppni á tímabilinu og átt fjölmargar stoðsendingar.
Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum frá ríkjandi meisturum Leuven.
Athugasemdir

