fim 16. janúar 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Lee Sharpe: Pogba getur orðið goðsögn hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, enska landsliðsins og Grindavíkur, telur að Rauðu djöflarnir ættu ekki að losa sig við franska miðjumanninn Paul Pogba.

Pogba hefur legið undir mikilli gagnrýni frá komu sinni til Man Utd og eru skiptar skoðanir á honum meðal stuðningsmanna félagsins.

„Ég vil að félagið haldi honum, hann getur orðið goðsögn hjá Man Utd. Hann er einn af bestu leikmönnum félagsins og er í heimsklassa á góðum degi," sagði Sharpe við Sky Sports.

„Ég veit að hann hefur ekki sýnt gæði sín nógu mikið en ef þú byggir lið í kringum hann og kaupir nokkra leikmenn sem eru á hans bylgjulengd gæti hann orðið magnaður fyrir United.

„Ég held að hann hafi ekki slæm áhrif á andrúmsloftið í klefanum, liðsfélögunum líkar vel við hann. Stóra spurningin er hvort hann vilji vera áfram hjá félaginu eða halda á önnur mið. Þetta er spurning sem hann verður að spyrja sjálfan sig að."

Athugasemdir
banner
banner
banner