Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. janúar 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pulisic: Bjóst aldrei við því að skora 10 mörk í fyrsta leiknum
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic byrjaði rólega sem leikmaður Chelsea en gengið var frá kaupum honum fyrir um ári síðan.

Hann gekk í raðir Chelsea síðasta sumar og byrjaði rólega og byrjaði einungis einn leik, í deildabikarnum, á tímabilinu ágúst fram í miðjan október.

Hann stimplaði sig rækilega inn í úrvalsdeildina með þrennu gegn Burnley. Pulisic skoraði alls sex mörk í sjö leikjum í kringum þann leik. Pulisic viðurkennir að það hafi tekið smá tíma að aðlagast úrvalsdeildinni.

„Það er alltaf breyting að koma inn í nýja deild. Þetta er deild þar sem þétt er spilað og mikið að gerast, þetta var alls ekki auðvelt til að byrja með," sagði Pulisic í viðtali við ESPN.

„Mér finnst ég hafa farið vaxandi og finnst ég hafa spilað vel undanfarið. Ég átti aldrei von á því að mæta í fyrsta leik og skora tíu mörk í mínum fyrsta leik."

„Ég er enn að læra og þetta er bara mitt fyrsta tímabil. Ég vil bara vera tilbúinn sem fyrst og einbeiti mér alltaf að næsta andstæðingi," sagði Pulisic að lokum.
Athugasemdir
banner
banner