Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Hólmbert Aron og Bjarki Steinn komu við sögu í tapleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar af fjórum komu við sögu í ítölsku B-deildinni í dag en allir voru þeir í tapliðum.

Brescia tapaði í Písa og byrjuðu Hólmbert Aron Friðjónsson og Birkir Bjarnason á bekknum.

Birkir fékk ekki tækifæri en Hólmbert Aron fékk að spila á lokakaflanum. Honum var skipt inn á 80. mínútu en tókst ekki að gera jöfnunarmark.

Lokatölur urðu 1-0 fyrir Pisa. Verðskuldaður sigur en liðin eru hlið við hlið um miðja deild.

Pisa 1 - 0 Brescia
1-0 F. Lisi ('21)

Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson voru þá á varamannabekk Venezia sem heimsótti Pordenone í umspilsbaráttunni.

Pordenone stóð uppi sem sigurvegari 2-0 þrátt fyrir mikla yfirburði Venezia í leiknum.

Óttar Magnús var ónotaður varamaður en Bjarki Steinn fékk að spila síðasta korterið.

Venezia er tveimur stigum frá umspilssæti, með 25 stig eftir 18 umferðir.

Pordenone 2 - 0 Venezia
1-0 D. Diaw ('34, víti)
2-0 P. Ciurria ('76)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner