Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. janúar 2021 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Reus klúðraði vítaspyrnu í jafntefli gegn botnbaráttuliði
Reus klúðraði vítaspyrnu.
Reus klúðraði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Alfreð byrjaði hjá Augsburg.
Alfreð byrjaði hjá Augsburg.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund missteig sig á heimavelli gegn Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Levin Öztunali kom Mainz snemma í seinni hálfleiknum en Thomas Meunier náði að jafna metin á 73. mínútu. Stuttu síðar fékk Dortmund vítaspyrnu en Marco Reus setti boltann fram hjá markinu.

Það reyndist dýrkeypt því fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1. Dortmund er eftir þetta jafntefli í fjórða sæti með 29 stig eftir 16 leiki. Mainz er í næst neðsta sæti með aðeins sjö stig.

RB Leipzig mistókst að komast á toppinn þar sem liðið gerði jafntefli við Wolfsburg á útivelli.

Það voru fimm leikir að klárast og enduðu fjórir þeirra með jafntefli. Sá eini sem endaði ekki með jafntefli var leikur Werder Bremen og Augsburg. Alfreð Finnbogason spilaði 58 mínútur fyrir Augsburg sem er í 11. sæti deildarinnar.

Borussia D. 1 - 1 Mainz
0-1 Levin Öztunali ('57 )
1-1 Thomas Meunier ('73 )
1-1 Marco Reus ('76 , Misnotað víti)

Hoffenheim 0 - 0 Arminia Bielefeld

Wolfsburg 2 - 2 RB Leipzig
0-1 Nordi Mukiele ('5 )
1-1 Wout Weghorst ('22 )
2-1 Renato Steffen ('35 )
2-2 Willi Orban ('54 )

Koln 0 - 0 Hertha

Werder 2 - 0 Augsburg
1-0 Theodor Gebre Selassie ('84 )
2-0 Felix Agu ('87 )
Athugasemdir
banner
banner