Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan sá til þess að miðvörður Milan spilaði ekki með vettlinga
Pierre Kalulu.
Pierre Kalulu.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan á Ítalíu, er engum líkur.

Þú kemst ekki upp með neitt bull í kringum sænska sóknarmanninn. Frakkinn Pierre Kalulu komst að því þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir AC Milan.

Kalulu, sem er tvítugur að aldri, ætlaði að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið með vettlinga á höndunum en Zlatan sá til þess að Frakkinn ungi gerði það ekki.

„Ég sagði honum að taka þá af sér. Hvernig lítur það út þegar ungur miðvörður spilar sinn fyrsta leik með vettlinga? Hann var klárlega ekki að fara að hræða sóknarmenn þannig," sagði Zlatan við CorSport.

Kalulu tók vettlinga af sér og Milan vann leikinn 1-0. Leikurinn var gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner