Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 16. janúar 2022 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Kwame spilaði í jafntefli gegn sterkum andstæðingi
Kwame Quee.
Kwame Quee.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nicolas Pepe skoraði fyrir Fílabeinsströndina.
Nicolas Pepe skoraði fyrir Fílabeinsströndina.
Mynd: Getty Images
Kwame Quee, fyrrum leikmaður Breiðabliks og Víkinga í Reykjavík og Ólafsvík, var í byrjunarliði Síerra Leóne þegar liðið náði óvænt í jafntefli gegn Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni í kvöld.

Kwame lék allan leikinn er Síerra Leóne kom tvisvar til baka. Sebastian Haller, sem hefur raðað inn mörkum með Ajax í Hollandi á tímabilinu, kom Fílabeinsströndinni yfir í leiknum eftir að Franck Kessie hafði klikkað á vítaspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í seinni hálfleik jafnaði Musa Noah Kamara metin. Tíu mínútum eftir það kom Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, Fílabeinsströndinni aftur yfir.

Kwame og félagar gáfust hins vegar ekki upp og þeim tókst að jafna metin í uppbótartíma. Varnarmaðurinn Steven Caulker átti stoðsendinguna að marki Alhaji Kamara. Lokatölur 2-2 í þessum skemmtilega leik.

Síerra Leóne hefur náð í tvö flott úrslit til þessa, jafntefli gegn sterkum liðum Alsír og Fílabeinsströndinni. Það er allt opið í þessum E-riðli því í hinum leik dagsins vann Miðbaugs-Gínea mjög óvæntan sigur á Alsír.

Riyad Mahrez og félagar í Alsír eru í nokkuð vondum málum. Þeir þurfa að öllum líkindum að vinna Fílabeinsströndina í lokaumferðinni til að komast áfram. Fyrir lokaumferðina er Fílabeinsströndina með fjögur stig, Miðbaugs-Gínea með þrjú stig, Síerra Leóne með tvö stig og Alsír með eitt stig. Þess ber að geta að fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti komast einnig áfram.

Dramatík hjá Gambíu og Malí
Það var einnig leikið í F-riðlinum í dag og þar er Gambía á toppnum eftir leiki dagsins.

Gambía spilaði við Malí þar sem það var dramatík undir lokin. Ibrahima Kone kom Malí yfir með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu, en í uppbótartímanum fékk Gambía vítaspyrnu sem Musa Barrow skoraði úr.

Lokatölur 1-1 og eru bæði þessi lið með fjögur stig í fyrsta og öðru sæti riðilsins. Túnis vann 4-0 sigur á Máritaníu og er með þrjú stig. Wahbi Khazri, fyrrum leikmaður Sunderland, skoraði tvennu fyrir Túnis. Máritanía er án stiga.

E-riðill:
Fílabeinsströndin 2 - 2 Síerra Leóne
0-0 Franck Kessie ('12 , Misnotað víti)
1-0 Sebastien Haller ('25 )
1-1 Musa Noah Kamara ('55 )
2-1 Nicolas Pepe ('65 )
2-2 Alhaji Kamara ('90 )

Alsír 0 - 1 Miðbaugs-Gínea
0-1 Esteban Orozco ('70 )

F-riðill:
Gambía 1 - 1 Malí
0-1 Ibrahima Kone ('79 , víti)
1-1 Musa Barrow ('90 , víti)

Túnis 4 - 0 Máritanía
1-0 Hamza Mathlouthi ('4 )
2-0 Wahbi Khazri ('9 )
3-0 Wahbi Khazri ('64 )
4-0 Seifeddine Jaziri ('66 )
4-0 Youssef Msakni ('90 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner