Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðst afsökunar eftir mismæli - „Aldrei ætlunin að sýna vanvirðingu"
Fyrir utan Etihad-völlinn, heimavöll Manchester City.
Fyrir utan Etihad-völlinn, heimavöll Manchester City.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jim Beglin, lýsandi á BT Sport í Bretlandi, lenti í því í gær að mismæla sig þegar hann var að lýsa leik Manchester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

„Þú heyrir pirringinn í kringum Emptyhad," sagði Beglin þegar staðan var enn markalaus, áður en hann leiðrétti sig og sagði Etihad - eins og leikvangurinn nú heitir.

Stuðningsmenn annarra félaga hafa oft gert grín að Manchester City og kallað völl þeirra 'Emptyhad' þar sem það gekk oft illa að manna 55 þúsund manna leikvanginn.

Beglin baðst afsökunar á þessum mistökum sínum. Hann hefur örugglega fengið marga leiðinlega pósta í kjölfarið á því að hann mismælti sig.

„Ég ber gríðarlega mikla viðingu fyrir Manchester City. Ég mismælti mig og það var aldrei nokkurn tímann ætlun mín að sýna stuðningsfólki félagsins vanvirðingu," skrifaði Beglin á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner