Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. janúar 2022 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Juventus frestar samningaviðræðum við Dybala - „Ég vil ekki tala um þetta"
Paulo Dybala er ósáttur
Paulo Dybala er ósáttur
Mynd: EPA
Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala er allt annað en sáttur með starfshætti ítalska félagsins Juventus en félagið hefur ákveðið að fresta samningaviðræðum við hann.

Juventus var búið að gera munnlegt samkomulag við Dybala í október um að framlengja samning hans við félagið en hann verður samningslaus í sumar.

Viðræðurnar hafa gengið illa og mikið átt sér stað en Juventus hefur nú ákveðið að fresta frekari viðræðum þar til í febrúar eða mars.

Dybala var spurður í framtíðina og viðræðurnar en það var verulega ljóst að hann er ósáttur. Tottenham og Barcelona hafa bæði fylgst með gangi mála og eru nú að undirbúa samningstilboð fyrir leikmanninn.

„Það er mikið búið að gerast en ég vil ekki tala um það. Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Félagið hefur ákveðið að tala aftur við mig í febrúar eða mars. Ég er klár í að spila fyrir þjálfarann" sagði Dybala við DAZN.
Athugasemdir
banner
banner
banner