sun 16. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shevchenko rekinn frá Genoa (Staðfest)
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Genoa hefur staðfest að það sé búið að reka knattspyrnustjórann Andriy Shevchenko úr starfi.

Genoa tapaði gegn Spezia um síðstu helgi, 1-0. Shevchenko var ekki á hliðarlínunni þar eftir að hafa greinst með Covid, en það er engin miskunn í ítalska boltanum er kemur að knattspyrnustjórum og er þráðurinn oft stuttur.

Shevchenko tók við Genoa í nóvember og síðan þá hefur liðinu aðeins tekist að ná í þrjú stig í Serie A. Stigin þrjú komu úr þremur jafnteflisleikjum og tókst Úkraínumanninum því ekki að stýra Genoa til sigurs í deildarleik.

Shevchenko stýrði áður úkraínska landsliðinu. Hann þekkir vel til í ítalska boltanum eftir að hafa spilað með AC Milan á sínum leikmannaferli.

Abdoulay Konko, fyrrum leikmaður Genoa, tekur tímabundið við liðinu, sem er í næst neðsta sæti Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner