Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 16. febrúar 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þessi leikur var allt í lagi. Mér fannst hann fínn í fyrri hálfleik þar sem við fengum 3-4 fín færi. Þetta var ágætis æfing, við prófuðum hluti sem við vorum að kíkja á. Það gekk ágætlega," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær, leikið var í Kórnum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Hvernig var fyrir Brynjar að fá Guðmund Þór Júlíusson inn í liðið. Guðmundur lék í 28 mínútur í gær.

„Það er frábært. Frábært fyrir hann að komast inn á völlinn í þennan tíma sem hann lék. Gott fyrir hann að fá þennan leik, hann er í alvöru standi. Nú er að byggja ofan á þessar mínútur sem hann fékk í dag."

Guðmundur var tekinn af velli eftir tæplega hálftíma leik. Brynjar segir það hafa verið planið að hann myndi spila þetta lengi í þessum fyrsta leik eftir löng meiðsli.

Sjá einnig:
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum

Lítur Brynjar á endurkomu Guðmundar eins og nýjan leikmann inn í varnarlínuna? Liðið missir Björn Berg Bryde frá síðustu leiktíð sem lék í miðverðinum.

„Að einhverju leyti. Gummi hefði sennilega spilað í fyrra hefði hann verið heill og við hefðum kannski ekki fengið Björn inn í liðið. Það er svolítið staðan að Gummi kemur í staðinn fyrir Björn," sagði Brynjar Björn við Fótbolta.net
Athugasemdir