Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 07:00
Aksentije Milisic
Mancini efast um að hann velji Zaniolo í EM hópinn
Zaniolo sleit krossband í leik með ítalska landsliðinu.
Zaniolo sleit krossband í leik með ítalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að hann efist um það að hann velji Nicolo Zaniolo, leikmann Roma, í EM hópinn í sumar.

Zaniolo er að nálgast endurkomu en hann hefur tvisvar sinnum slitið krossband á stuttum tíma. Þessi Ítali hafði spilað mjög vel með Roma og ítalska landsliðinu áður en meiðslin byrjuðu að herja á hann.

„Ástandið með Zaniolo er viðkvæmt. Við verðum að bíða og sjá hvort hann nái sér 100%," sagði Mancini.

„Hann er ungur leikmaður sem lenti í tveimur mjög slæmum meiðslum. Við getum ekki tekið neina sénsa með hann."

Þá tjáði Mancini sig um Moise Kean, leikmann PSG. Kean átti erfiða tíma hjá Everton í ensku deildinni en hann hefur átt gott tímabil með PSG eftir að hann fór til Frakklands.

„Moise Kean er að gera flotta hluti í París. Hann er að þroskast og hann getur orðið frábær leikmaður. Ég er viss um að hann muni spila fyrir ítalska landsliðið í mörg ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner