Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dramatík í lokin í frekar leiðinlegum leik
Julian Nagelsmann, hinn ungi þjálfari Leipzig.
Julian Nagelsmann, hinn ungi þjálfari Leipzig.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 0 - 0 Hoffenheim

RB Leipzig tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni í Þýskalandi í kvöld er Hoffenheim kom í heimsókn.

Þetta var ekki skemmtilegur leikur. RB Leipzig var meira með boltann en átti aðeins tvö skot á rammann. Hoffenheim átti ekki eitt einasta skot á markið.

Eins og tölfræðin gefur kannski til kynna þá endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Leipzig skoraði í blálokin en það mark var dæmt af vegna hendi í aðdragandanum.

Leipzig er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Bayern. Meistararnir í Bayern geta náð sjö stiga forskoti á morgun með því að vinna Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim er í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner