Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   þri 16. apríl 2024 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Ein stór sorgarsaga
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Simeone er skemmtilegur karakter.
Diego Simeone er skemmtilegur karakter.
Mynd: Getty Images
Heldur sorgarsaga PSG áfram í Meistaradeildinni.
Heldur sorgarsaga PSG áfram í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Barcelona er 3-2 yfir í einvígi sínu gegn PSG.
Barcelona er 3-2 yfir í einvígi sínu gegn PSG.
Mynd: Getty Images
Í kvöld klárast fyrstu tvö einvígin í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með því hvernig það mun fara.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Dortmund 1 - 0 Atletico Madrid
Dortmund vinnur og mun knýja fram framlengingu. Verður hörkubarátta og það verður spennandi að sjá hvaða lið fer áfram úr þessu einvígi.

Barcelona 2 - 2 PSG
Verður jafntefli í geggjuðum leik. Leikur sem mun bjóða upp á allt; víti, rautt spjald og glæsileg mörk.

Viktor Unnar Illugason

Dortmund 2 - 2 Atletico Madrid
Mikil dramatík í þessum leik og Atletico Madrid jafnar leikinn í lokin. Simeone grípur um punginn á sér og fer með liðið í undanúrslit

Barcelona 2 - 1 PSG
Barcelona vinnur þennan leik 2-1 og setja áfram pressu á Xavi að halda áfram með liðið. Mbappe nær að skora eitt mark en það dugir ekki til og sorgarsaga PSG heldur áfram í Meistaradeildini.

Fótbolti.net - Sölvi Haraldsson

Dortmund 1 - 1 Atletico Madrid
Hörkuleikur. Fyrri leikurinn spilaðist eins og Atletico vildu að hann myndi spilast. Hins vegar fengu þeir þetta mark á sig sem verður rándýrt fyrir seinni leikinn. Signal Iduna Park er allt annað skrímsli í Meistaradeildinni. Ég held að Dortmund verði miklu meira með boltann og munu eiga miklu fleiri marktilraunir. Þeir þurfa að reyna að nýta hraðan í Adeyemi og Malen meira í þessum leik á hæga vörn Atletico. En það kæmi mér ekki á óvart ef annað liðið myndi stela sigurmarkinu, 2-1. En þrátt fyrir það að Dortmund verði betri þá held ég að reynsla Atletico í Meistaradeildinni muni skila sér í kvöld og þeir fara áfram á tæpasta mun. Eins og ég segi þá kæmi mér það ekki á óvart ef þetta færi í framlengingu eða vító. En ég spái að Atletico nái að kreysta fram sigur með jafntefli.

Barcelona 2 - 2 PSG
Ég ætla að vera bjartsýnn og segja að við fáum fjögur mörk í þetta. Börsungar verða miku meira með boltann verða án efa hættulegri á seinasta þriðjungnum og uppskera tvö mörk. En Kyli Kyli vélin er óstöðvandi þegar allt er undir og hann mun setja tvö mörk í kvöld en ástarsamband PSG og Meistaradeildinnar er ein stór sorgarsaga og þeir fara ekki áfram. Xavi mun leggja allt í sölurnar að landa þeim stóra í Maí og kveðja Katalóníu með stæl. Ef hann fer ekki 2-2 þá fer hann 3-1 fyrir Barcelona. En eins og ég sagði. Kyli Kyli vélin. Þetta fer eftir því í hvort hann verður í stuði eða ekki. Luis Enrique þekkir það svosem að koma til baka í Katalóníu eftir tap í París í Meistaradeildinni. Vonandi fáum við bara einhvern ruglaðan leik.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 18
Fótbolti.net - 15
Ingólfur Sigurðsson - 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner