Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 15:45
Elvar Geir Magnússon
Ekkert þokast í leikvangamálum hjá AC Milan og Inter
Mynd: Getty Images
Alessandro Antonello framkvæmdastjóri Inter segir það mikil vonbrigði fyrir félagið hversu löng bið hefur verið eftir því að eitthvað gerist í vallarmálum.

Inter og AC Milan hafa bæði verið að bíða eftir því að flytja frá San Siro en áætlanir runnið út í sandinn. Leikvangurinn er svo sannarlega barn síns tíma.

Í desember 2021 voru kynntar áætlanir um að byggja nýjan leikvang á San Siro svæðinu með vinnuheitinu „Dómkirkjan". Eftir langt ferli og fundi með íbúum á svæðinu hrundu þær áætlanir.

Inter hefur horft til Rozzano hverfisins í útjaðri Mílanó á meðan AC Milan gæti flutt til Son Donato.

Beppe Sala borgarstjóri Mílanó hefur boðið Inter og Milan möguleika á að kaupa San Siro og endurgera hann. Félögin virðast hinsvegar ekki sannfærð og eru líklegri til byggja nýja leikvanga sína annars staðar í náinni framtíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner