Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Sóknarstjörnurnar byrja
Pernille Harder byrjar auðvitað.
Pernille Harder byrjar auðvitað.
Mynd: Getty Images
Núna klukkan 19:00 hefst úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í Gautaborg í Svíþjóð.

Nýtt nafn verður ritað á bikarinn. Barcelona og Chelsea hafa aldrei unnið keppnina. Lyon hafði unnið keppnina fimm ár í röð en féll í ár út gegn PSG í 8-liða úrslitum.

Barcelona varð meistari á Spáni og Chelsea varð meistari í Englandi, en hvaða lið verður Evrópumeistari?

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, stillir upp óbreyttu byrjunarliði frá lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Chelsea vann 5-0 sigur á Reading. Fran Kirby, Sam Kerr og Pernille Harder byrja alla framarlega á vellinum og Barcelona þarf að stöðva þær til að eiga möguleika á sigri.

Barcelona er einnig með frábæra leikmenn framarlega á vellinum og má þar helst nefna Caroline Graham Hansen og Lieke Mertens. Það vekur athygli að Vicky Losada, fyrirliði Barcelona, byrjar á bekknum í kvöld.

Hægt er að sjá bæði byrjunarlið hér að neðan.

Byrjunarlið Barcelona: Panos, Maria Leon, Hermoso, Marta, Hamraoui, Alexia, Patri, Aitana, Leila, Graham, Martens.

Byrjunarlið Chelsea: Berger, Charles, Bright, Eriksson, Carter, Leupolz, Ingle, Kirby, Harder, Ji, Kerr.
Athugasemdir
banner
banner