Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 16. maí 2021 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fjögur lið að berjast um þrjú Meistaradeildarsæti
Komast Zlatan og félagar í Meistaradeildina?
Komast Zlatan og félagar í Meistaradeildina?
Mynd: Getty Images
Quagliarella skoraði sigurmark Sampdoria.
Quagliarella skoraði sigurmark Sampdoria.
Mynd: Getty Images
AC Milan þurfti sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan 2013.

Milan fékk Cagliari í heimsókn, lið sem er búið að vera í fallbaráttu allt tímabilið en er búið að tryggja sér áframhaldandi veru eftir jafntefli Benevento við Crotone fyrr í dag.

Milan var sterkari aðilinn í leiknum og átti 17 marktilraunir gegn sex. Þeir fundu hins vegar ekki leiðina að markinu og lokatölur 0-0 á San Siro.

Milan er í þriðja sæti deildarinnar. Inter er búið að tryggja sér sigur í deildinni og þar með í Meistaradeildina á næsta tímabili. Það eru hins vegar fjögur lið að berjast um hin þrjú sætin fyrir lokaumferðina. Atalanta er með 78 stig í öðru sæti, Milan í þriðja sæti með 76, Napoli í fjórða sæti með 76 og Juventus í fimmta sæti með 75.

Það ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fara í Meistaradeildina. Sampdoria og Sassuolo unnu leiki sína í dag og sitja í áttunda og níunda sæti deildarinnar.

Milan 0 - 0 Cagliari

Benevento 1 - 1 Crotone
1-0 Gianluca Lapadula ('13 )
1-1 Simy ('90 )
Rautt spjald: Vladimir Golemic, Crotone ('24)

Udinese 0 - 1 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('88 , víti)

Parma 1 - 3 Sassuolo
0-1 Manuel Locatelli ('25 , víti)
1-1 Bruno Alves ('32 )
1-2 Gregoire Defrel ('62 )
1-3 Jeremie Boga ('69 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Napoli lagði Fiorentina - Varmarkvörður sá rautt
Athugasemdir
banner
banner