Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   fös 16. maí 2025 21:44
Haraldur Örn Haraldsson
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Gunnar Már Guðmundsson aðalþjálfari Fjölnis komst ekki í viðtöl eftir leik vegna persónulegra ástæðna, en í hans stað kom aðstoðarþjálfari hans Ásgeir Frank Ásgeirsson. Ásgeir var svekktur með jafnteflið, en Fjölnisliðið var 1-0 yfir lengi í leiknum og fengu á sig jöfnunarmarkið á 80. mínútu.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Við komumst yfir og í fyrri hálfleik fengum við stöður, kannski engin svona dauðafæri þannig, en við fengum góðar stöður og nýttum þær ekki. Í seinni hálfleik fannst mér við kannski aðeins of djúpir og Fylkismenn komust svolítið yfir leikinn. Mér fannst við vera að standa það vel af okkur en þegar þú ert búinn að fá á þig 30-40 fyrirgjafir á þig á einhverjum 15-20 mínútum þá er þetta svolítið eftitt. Það kemur smá einbeitingarleysi í einu horninu. Ég held að þeir hafi líka fengið einhver 10-12 horn, þannig svona gerist. Þetta var kannski sanngjarnt svona 'in the end' að þetta fór í jafntefli."

Fjölnismenn spiluðu á sínum þriðja markverði í þremur leikjum, en fyrstu tveir valkostirnir í stöðunni eru báðir búnir að meiðast. 

„Sigurjón er búinn að lenda tvisvar í meiðslum núna og hann hefur ekki verið meiddur í mörg ár. Við eigum þrjá geggjaða markmenn, og ég held að það hafi aldrei gerst áður að þrír mismunandi markmenn spili fyrsta þrjá leikina í Lengjudeild, þannig það er mjög áhugavert. Það eru allir bara búnir að standa sig gríðarlega vel, þannig það er bara frábært hvað við eigum marga góða markmenn," sagði Ásgeir en hann talaði svo nánar um hvernig Snorri, sem stóð í markinu í dag.

„Hann stóð sig frábærlega. Hann var með þéttan múr fyrir framan sig og það hjálpaði honum, en hann gerði gríðarlega vel í mörgum fyrirgjöfum, og tók líka held ég eina, tvær góðar vörslur. Þannig hann var frábær í þessum leik. Mikilvægt fyrir hann, þetta eru ungir markmenn, fyrir utan kannski Sigurjón, hann er samt bara fæddur 2001. Þannig þetta eru ungir markmenn og það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu að spila vel og fá frá því sjálfstraust. Það er mikilvægt fyrir þá, fyrir okkur og alla í liðinu."

Seint í uppbótartíma fer Eyþór Aron Wöhler með takkana á undan sér í magann á Fjölnismanni, og fyrir það fékk hann gula spjaldið. Það vildu langflestir meina að þetta hefði átt að vera rautt og Ásgeir var líka á því máli.

„Sástu hvernig ég var? Ég missti mig aðeins. Maður er ástríðufullur í þessu og það er bara eins og það er. Þetta var náttúrulega bara pjúra rautt. Ég ætla nú ekkert að vera væla yfir dómgæslunni, þetta var kannski frekar erfiður leikur. Það voru samt fullt af atriðum út á velli, línan breyttist, það voru þrjú gul spjöld  eftir tíu mínútur og svo allt í einu var hætt að dæma á þetta. Þetta var svona smá spes, það er bara eins og það er, en þetta fannst mér allavega pjúra rautt. Hann fer bara með takkana í magann á honum, sýnist mér allavega ég á reyndar eftir að sjá þetta betur. Ég var í góðu sjónarhorni þannig ég sá þetta nokkuð vel allavega, þetta er bara pjúra rautt allan daginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner