Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   fös 16. maí 2025 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Lengjudeildin
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir  leik.
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Snorri Þór Stefánsson er markvörður fæddur 2005, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld fyrir liðið sitt Fjölni þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Þetta var bara gríðarlega erfiður leikur. Það var ekki mikið að gera hjá mér í þessum leik. Mér fannst það sterkt hjá okkur að komast í 1-0 og mér fannst við alveg getað bætt við forystuna, en þetta var helvíti erfitt þarna í lokin þegar þeir ná markinu inn og við erum bara í nauðvörn. En bara sterkt að ná að halda þetta út finnst mér."

Snorri byrjaði tímabilið sem þriðja val í markmannsstöðunni hjá Fjölni, en eftir meiðsli hjá báðum hinum markvörðunum spilaði hann sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta er náttúrulega bara geggjað, maður vill bara spila eins marga leiki og maður getur. Auðvitað er smá stress, þegar þú ert ekki í leikformi og ert ekki búinn að spila. Samt þegar þú ert búinn með upphitun og kominn inn á völlinn þá er þetta aldrei neitt öðruvísi. Þetta er bara geggjað lið sem ég hef fyrir framan mig," sagði Snorri en hann greindi svo frekar frá því hvernig var að koma inn sem þriðji markvörður Fjölnis á tímabilinu.

„Það segir sig sjálft, að það er ekkert algengt og ég man ekki eftir því að það hafi gerst nokkurtíman að tveir markmenn af þrem hafa meiðst. Ég hafði reyndar ekki gert þau greinaskil að ég væri þriðji markmaður, og ég skrifaði ekki undir hjá Fjölni sem þriðji markmaður. Maður er bara í geggjaðri samkeppni við Sigurjón og Hauk sem eru bara geggjaðir markmenn og maður verður bara að taka á kassann allt sem geris. Eins með þennan leik, þegar maður fær kallið þá verður maður bara að reyna að standa sig og nýta tækifærið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner