Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 16. maí 2025 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Lengjudeildin
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir  leik.
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Snorri Þór Stefánsson er markvörður fæddur 2005, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld fyrir liðið sitt Fjölni þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Þetta var bara gríðarlega erfiður leikur. Það var ekki mikið að gera hjá mér í þessum leik. Mér fannst það sterkt hjá okkur að komast í 1-0 og mér fannst við alveg getað bætt við forystuna, en þetta var helvíti erfitt þarna í lokin þegar þeir ná markinu inn og við erum bara í nauðvörn. En bara sterkt að ná að halda þetta út finnst mér."

Snorri byrjaði tímabilið sem þriðja val í markmannsstöðunni hjá Fjölni, en eftir meiðsli hjá báðum hinum markvörðunum spilaði hann sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta er náttúrulega bara geggjað, maður vill bara spila eins marga leiki og maður getur. Auðvitað er smá stress, þegar þú ert ekki í leikformi og ert ekki búinn að spila. Samt þegar þú ert búinn með upphitun og kominn inn á völlinn þá er þetta aldrei neitt öðruvísi. Þetta er bara geggjað lið sem ég hef fyrir framan mig," sagði Snorri en hann greindi svo frekar frá því hvernig var að koma inn sem þriðji markvörður Fjölnis á tímabilinu.

„Það segir sig sjálft, að það er ekkert algengt og ég man ekki eftir því að það hafi gerst nokkurtíman að tveir markmenn af þrem hafa meiðst. Ég hafði reyndar ekki gert þau greinaskil að ég væri þriðji markmaður, og ég skrifaði ekki undir hjá Fjölni sem þriðji markmaður. Maður er bara í geggjaðri samkeppni við Sigurjón og Hauk sem eru bara geggjaðir markmenn og maður verður bara að taka á kassann allt sem geris. Eins með þennan leik, þegar maður fær kallið þá verður maður bara að reyna að standa sig og nýta tækifærið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir
banner