
Anton Ari Einarsson er í landsliðshópnum fyrir komandi vináttuleiki í júní. Hann á að baki tvo A-landsleiki og var síðast í hópnum í janúar 2019.
Hann átti frábært tímabil með Breiðabliki í fyrra og varð Íslandsmeistari með liðinu eftir erfitt tímabil 2023. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, útskýrði valið á Antoni á fréttamannafundi í dag.
Hann átti frábært tímabil með Breiðabliki í fyrra og varð Íslandsmeistari með liðinu eftir erfitt tímabil 2023. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, útskýrði valið á Antoni á fréttamannafundi í dag.
„Ég er mikill aðdáandi Bestu deildarinnar eins og allir vita og maður vill gefa leikmönnum sem standa sig vel þar tækifæri. Hann er búinn að spila vel undanfarið og var lykilmaður í meistaraliði okkar (Íslands)," segir Arnar.
Anton, sem er þrítugur, kemur inn fyrir hinn efnilega Lúkas J. Blöndal Petersson sem er hjá Hoffenheim í Þýskalandi.
„Við viljum gefa Lúkasi tækifæri á að spila með U21. Þetta er alltaf með þessa ungu stráka, maður þarf að vega og meta hvort sé betra: að þeir taki reynsluglugga með okkur, læri nokkur kerfi og spila með góðum leikmönnum, eða spili landsleiki. Við teljum betra fyrir hann að spila og þá losnaði þessi þriðja staða og Anton Ari er í toppstandi til að taka þá stöðu," segir Arnar.
Hinir tveir markmennirnir í hópnum eru Hákon Rafn Valdimarsson og Elías Rafn Ólafsson.
Athugasemdir