sun 16. júní 2019 11:13
Oddur Stefánsson
Zola yfirgefur Chelsea
Sky sports greinir frá því að Gianfranco Zola muni fara frá Chelsea í sumar.

Samningur Zola rennur út í sumar og er víst að hann muni víkja frá félaginu greinir Sky sports frá.

Zola var hægri hönd Maurizio Sarri í árangri Chelsea á síðasta tímabili sem endaði með sigri á Arsenal í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Maurizio Sarri hefur verið orðaður við Juventus og framtíð Zola er óljós.




Athugasemdir
banner