Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að stoppa leikinn á tíundu mínútu
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Leikur Danmerkur og Belgíu í Evrópumótinu á morgun, verður stoppaður þegar tíu mínútur eru liðnar af honum.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Belgíu, sagði á blaðamannafundi í dag að boltanum yrði sparkað úr leik þegar tíu mínútur væru liðnar og svo yrði klappað í mínútu.

Þetta yrði gert fyrir Christian Eriksen, sem klæðist treyju númer tíu hjá Danmörku.

Eriksen fór í hjartastopp í fyrsta leik Evrópumótsins gegn Finnlandi en sem betur fer náðist að bjarga lífi hans.

„Við viljum klappa með Danmörku," sagði Lukaku á blaðamannafundi í dag.

Líðan Eriksen er stöðug. Það hefur ekki enn verið gefið út hvað olli því að hann fór í hjartastopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner