Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Er ekkert sem heitir stöðugleiki í Kópavogi lengur?"
Þetta hefur verið skrítið sumar hjá Blikum.
Þetta hefur verið skrítið sumar hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur átt býsna skrítið sumar í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki. Kópavogsliðið hefur tapað tveimur leikjum og liðið hefur fengið á sig fullt af mörkum. Blikar fengu aðeins þrjú mörk á sig í fyrra, en hafa fengið á sig 11 mörk í sex leikjum í sumar.

„Hvað er í gangi?" spurði Mist Rúnarsdóttir í Heimavellinum.

„Þetta er sturlað," sagði Aníta Lísa Svansdóttir og bætti við: „Maður hélt þegar þær unnu Val: 'Þær eru komnar í gang og þær eru að fara að valta yfir þetta núna'. Svo kemur Keflavík þeim niður á jörðina."

„Þær rústa Fylki í fyrstu umferð, 9-0. Tapa svo fyrir ÍBV, strax slegnar niður á jörðina. Svo koma bara góðir leikir inn á milli. Þær vinna Þór/KA heima og Tindastól heima 1-0. Þær þurftu að hafa fyrir báðum þessum sigrum, en sýndu gæði. Þær vinna svo Val 7-3, og fara svo beint niður á jörðina þegar þær fá á sig þrjú mörk á heimavelli gegn Keflavík," sagði Mist.

„Er ekkert sem heitir stöðugleiki í Kópavogi lengur?" spurði Mist.

„Þetta er það sem er að gera mótið skemmtilegt en á sama tíma er þetta mjög ólíkt Breiðablik, að vera svona rosalega rokkandi. Það er skrítið að vinna leiki svona sannfærandi en ná ekki að klára næstu leiki," sagði Aníta Lísa.

„Ef þú vilt sjá mörk, horfðu þá á Breiðablik," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Hægt er að hlusta á allan Heimavöllinn hér að neðan en þar vera meira rætt um Blikana sem virðast vera að horfa mikið í Meistaradeildina.
Heimavöllurinn: Írskir dagar og þriðjungsuppgjör á Maxinu
Athugasemdir
banner
banner