Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar spurður út í Albert: Sé ekki æfingarnar hjá landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í KR-ingana í íslenska landsliðinu; þá Rúnar Alex Rúnarsson - sem er sonur þjálfarans - og Albert Guðmundsson.

Rúnar um Rúnar Alex:
„Þurfum að styðja við bakið á þeim ekki bara brjóta þá niður og drulla yfir þá"

Fréttaritari spurði Rúnar út í Albert sem lék upp yngri flokkana í KR áður en hann hélt til Hollands.

Albert var í mun minna hlutverki í landsliðsverkefninu núna í júní en hann hafði verið í verkefnunum þar á undan.

Hefur þú einhverja skoðun á stöðu Alberts í landsliðinu?

„Ég vil að margir KR-ingar komist að en þeir þurfa að hafa gæðin og getuna til þess. Albert hefur það vissulega en þjálfarinn velur liðið út frá sinni hugmyndafræði. Hvernig hann vill að leikmenn spili, hreyfi sig og færi sig. Ég sé ekki æfingarnar hjá íslenska landsliðinu og veit ekki hvað menn eru að gera þar. Ég veit ekki hvaða kröfur þjálfarinn hefur á leikmenn og þjálfarinn ræður alltaf á endanum, því miður," sagði þjálfarinn Rúnar Kristinsson og brosti.

Sjá einnig:
Frændi Alberts: Mjög augljóst að það er eitthvað í gangi þar
Rúnar Kristins: Ég og enginn af mínum leikmönnum sætta sig við það
Athugasemdir
banner
banner
banner