Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skagamenn stoltir af landsliðsmönnunum - „Frábærir drengir"
Hákon og Ísak í leiknum gegn Ísrael á mánudag.
Hákon og Ísak í leiknum gegn Ísrael á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir Skagamenn í íslenska A-landsliðinu í leikjunum fjórum sem voru núna í júní. Það voru þeir Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson.

Hákon var að spila sína fyrstu A-landsleiki og Arnór Sigurðsson fékk traustið í byrjunarliðinu í glugganum. Hákon og Ísak eru þá samherjar hjá FCK sem varð danskur meistari í vor.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður út í Skagamennina í viðtali eftir leik ÍA gegn KR í gær. Hvernig er stemningin upp á Skaga með strákana ykkar?

„Við erum auðvitað stoltir af strákunum. Þetta eru frábærir leikmenn og drengir. Þetta eru svo vel gerðir drengir allir og maður er búinn að hitta þá alla upp á Skaga núna. Tveir af þeim eru nýorðnir danskir meistarar, spila stóra rullu í Skandinavíu. Þetta er bara eins og þegar maður hitti þá fyrir fjórum árum áður en þeir fóru út, þeir eru algjörlega á jörðinni. Frábærir drengir og hafa staðið sig frábærlega," sagði Jón Þór.
Jón Þór talar um rán: Hvernig í helvítinu það er ekki aukaspyrna þarf einhver að útskýra
Athugasemdir
banner
banner
banner