Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   sun 16. júní 2024 23:52
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli svarar: Kvaratskhelia er ekki til sölu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
SSC Napoli er búið að gefa út yfirlýsingu eftir ummæli frá umboðsteymi Khvicha Kvaratskhelia og föður hans.

   16.06.2024 22:02
Umboðsmaður Kvaratskhelia vill að hann skipti um félag


Umboðsmaður Kvaratskhelia, Mamuka Jugeli, segir að hann vilji að skjólstæðingur sinn skipti um félag sem fyrst og er Badri Kvaratskhelia, faðir Khvicha, sammála.

   16.06.2024 22:34
Badri Kvaratskhelia: Vil ekki að Khvicha verði áfram hjá Napoli


Napoli hefur þó ekki í hyggju að selja Kvaratskhelia og bendir á að leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin.

„Eftir yfirlýsingu frá umboðsteymi Kvaratskhelia viljum við minna á að hann er samningsbundinn Napoli næstu þrjú árin," segir í yfirlýsingunni.

„Kvaratskhelia er ekki til sölu. Umboðsmenn leikmanna ákveða ekki hvert leikmenn fara og það gera feður þeirra ekki heldur. Það er Napoli sem ákveður hvert samningsbundnir leikmenn fara!!!"


Athugasemdir
banner
banner
banner