SSC Napoli er búið að gefa út yfirlýsingu eftir ummæli frá umboðsteymi Khvicha Kvaratskhelia og föður hans.
16.06.2024 22:02
Umboðsmaður Kvaratskhelia vill að hann skipti um félag
Umboðsmaður Kvaratskhelia, Mamuka Jugeli, segir að hann vilji að skjólstæðingur sinn skipti um félag sem fyrst og er Badri Kvaratskhelia, faðir Khvicha, sammála.
16.06.2024 22:34
Badri Kvaratskhelia: Vil ekki að Khvicha verði áfram hjá Napoli
Napoli hefur þó ekki í hyggju að selja Kvaratskhelia og bendir á að leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin.
„Eftir yfirlýsingu frá umboðsteymi Kvaratskhelia viljum við minna á að hann er samningsbundinn Napoli næstu þrjú árin," segir í yfirlýsingunni.
„Kvaratskhelia er ekki til sölu. Umboðsmenn leikmanna ákveða ekki hvert leikmenn fara og það gera feður þeirra ekki heldur. Það er Napoli sem ákveður hvert samningsbundnir leikmenn fara!!!"
In riferimento alle dichiarazioni dell'agente di Kvaratskhelia, Mamuka Jugeli, e del padre Badri, il Calcio Napoli ribadisce che il giocatore ha un contratto di altri tre anni con la società. Kvaratskhelia non è sul mercato. Non sono gli agenti o i padri che decidono del futuro…
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) June 16, 2024
Athugasemdir