Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 16. júlí 2019 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal vill Ceballos frá Real Madrid
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að landa spænska miðjumanninum Dani Ceballos á láni frá Real Madrid. Þetta kemur fram í spænsku pressunni í kvöld.

Ceballos er 22 ára miðjumaður en hann spilaði fyrir Real Betis áður en Real Madrid keypti hann árið 2017.

Hann hefur spilað 56 leiki og skorað 5 mörk fyrir Madrídinga og þá fór hann mikinn fyrir U21 árs landsliði Spánar sem vann Evrópumótið á Ítalíu í sumar.

Hann var valinn besti leikmaður mótsins og því mikið í hann spunnið.

Samkvæmt stærstu miðlunum á Spáni þá er Arsenal að landa Ceballos á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann.

Tottenham og AC Milan hafa einnig sýnt Ceballos áhuga en hann hefur ákveðið að velja Arsenal.
Athugasemdir
banner