Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. júlí 2019 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: HB úr leik - Glutruðu niður tveggja marka forystu
Heimir Guðjónsson er úr leik í Meistaradeildinni en liðið fer í forkeppni Evrópudeildarinnar
Heimir Guðjónsson er úr leik í Meistaradeildinni en liðið fer í forkeppni Evrópudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB Torshavn 2 - 2 HJK Helsinki (2-5, samanlagt)
1-0 Sebastian Pingel ('17 )
2-0 Lasse Andersen ('56 )
2-1 Riku Riski ('60 )
2-2 Riku Riski ('77 )

Færeyska liðið HB er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við HJK frá Helsinki í kvöld. HJK fer samanlagt áfram, 5-2.

HJK vann fyrri leikinn í FInnlandi 3-0 og þurfti því mikið til að HB myndi fara áfram.

Það byrjaði hins vegar vel því Sebastian Pingel kom HB yfir á 17. mínútu leiksins og tókst Færeyingunum að halda út hálfleikinn. Lasse Andersen bætti við öðru á 56. mínútu og liðið í góðum séns.

Riku Riski eyðilagði drauma liðsins með tveimur mörkum á 60. og 77. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-2 og samanlagt 5-2 fyrir HJK sem fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

HB kemur inn í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner