Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. júlí 2020 12:45
Elvar Geir Magnússon
„Samskiptaörðugleikar sem við gátum ekki sætt okkur við"
Jón Páll Pálmason að störfum í Ólafsvík.
Jón Páll Pálmason að störfum í Ólafsvík.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og ritað um brottrekstur Jóns Páls Pálmasonar frá Víkingi Ólafsvík. Félagið vildi ekki gefa út skýringar á brottrekstrinum en formaðurinn Jóhann Pétursson segir við Fótbolta.net að samskiptaörðugleikar liggi að baki.

Ýmsar sögusagnir og vangaveltur hafa verið í gangi en ákvörðunin tengist ekkert árangrinum innan vallar.

„Þetta er eðlileg umræða þannig lagað en við gerum það ekki að gamni okkar að segja upp þjálfara. Allt svona hefur undanfara. Jón Páll er fínasti drengur og stóð sig vel að mörgu leyti en til að klára það mál þá voru samskiptaörðugleikar sem við gátum ekki sætt okkur við. Samskiptin voru ekki nægilega góð," segir Jóhann.

„Þessi ákvörðun hafði ekkert með þjálfunina eða árangurinn að gera. Það voru ákveðin atriði sem við gátum ekki sætt okkur við. Það var ákveðið að slíta þessu samstarfi. Ég vil ekkert fara ofan í það með ítalegri hætti, ég held að það myndi æra óstöðugan að gera það."

Í gær sendi Jón Páll frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist telja brottvísunina ólögmæta. Þessari yfirlýsingu var ekki vel tekið í Ólafsvík.

„Þú mátt alltaf segja manni upp og þarft ekki að vera með neinar sérstakar útskýringar. Hann var verktaki hjá okkur. Við erum einfaldlega ekki að óska eftir hans vinnuframlagi en uppfyllum samninginn 100% upp. Það er ekki verið að brjóta á honum á neinn hátt. Hann er á launum hjá okkur út september," segir Jóhann.

„Við vissum að leikirnir gegn Keflavík og ÍBV yrðu erfiðir. Þessi ákvörðun hefur ekkert með árangur að gera. Það voru aðrir hlutir sem gengu ekki upp og við vorum ekki sáttir með. Ég vil óska Jóni Páli alls hins besta, hann er góður þjálfari og mun vonandi fá gott starf."

Ólsarar eru með sex stig í Lengjudeildinni en í gær var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner