Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 22:56
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern staðfestir yfirvofandi félagaskipti Coutinho
Cuisance er líka á leiðinni
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar FC Bayern eru búnir að staðfesta að félagið hefur komist að samkomulagi við Barcelona um félagaskipti Philippe Coutinho.

Coutinho kemur til Bayern á lánssamningi með kaupmöguleika en hann á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun.

Fjölmiðlar greindu frá þessu fyrr í kvöld og staðfesti stjórnarmaður Barcelona viðræðurnar í viðtali fyrir leikinn gegn Athletic Bilbao.

Bayern átti einnig leik fyrr í kvöld en hvorugu meistaraliðinu tókst að sigra. Barca tapaði fyrir Bilbao á meðan Bayern gerði jafntefli við Hertha Berlin.

Bayern er búið að styrkja hópinn sinn í sumar og kom Ivan Perisic á lánssamningi á dögunum. Þar áður tryggðu Bæjarar sér frönsku varnarmennina Lucas Hernandez og Benjamin Pavard á 100 milljónir punda samtals.

Þá er félagið einnig orðað við Leroy Sane, kantmann Manchester City, sem kostar þó rúmlega 120 milljónir punda.

Bayern var einnig að staðfesta félagaskipti Mickaël Cuisance sem er á leiðinni frá Borussia Mönchengladbach.

Cuisance er tvítugur miðjumaður sem á 54 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka og 39 fyrir meistaraflokk Gladbach.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner