Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. ágúst 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tony Xia ekki lengur í stjórn hjá Aston Villa
Mynd: Getty Images
Tony Xia, fyrrum eigandi Aston Villa, situr ekki lengur í stjórn félagsins og eru stjórnarmennirnir nú þrír talsins.

Xia varð meirihlutaeigandi Aston Villa eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir þremur árum.

Félaginu mistókst að komast aftur upp eftir tap gegn Fulham í úrslitaleik umspilsins í fyrra og fjárhagsstaðan orðin afar slæm.

Þá kom egypski milljarðamæringurinn Nassef Sawiris og keypti meirihluta félagsins ásamt bandaríska viðskiptajöfrinum Wes Edens.

Þeir hafa dælt peningum inn í félagið og tekið yfir hlut Xia á síðustu tólf mánuðum. Xia missti réttinn til að heimila breytingar án samþykkis síðasta desember og nú er hann ekki lengur partur af stjórn félagsins.
Athugasemdir
banner
banner