Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   þri 16. ágúst 2022 11:00
Fótbolti.net
Sterkasta lið 17. umferðar - Sóknarher Valsmanna
Eiður Aron Sigurbjörnsson er í fimmta sinn í úrvalsliðinu.
Eiður Aron Sigurbjörnsson er í fimmta sinn í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Djuric jafnaði fyrir Víking.
Danijel Djuric jafnaði fyrir Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferð Bestu deildarinnar fór fram á sunnudag og mánudag. Valið hefur verið úrvalslið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en í Innkastinu, sem kemur inn á eftir, verður opinberað hver er leikmaður umferðarinnar.

Sóknarher Vals fór með himinskautum í 6-1 sigri gegn Stjörnunni. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö og lagði upp tvö, Patrick Pedersen skoraði þrennu og Aron Jóhannsson skoraði og lagði upp auk þess að vera magnaður. Þá er Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, þjálfari umferðarinnar.Toppslagur Breiðabliks og Víkings endaði með 1-1 jafntefli þar sem Danijel Djuric jafnaði fyrir Víkinga og var valinn maður leiksins. Hinn afskaplega fjölhæfi Dagur Dan Þórhallsson bjó til mark Breiðabliks. Til að koma honum inn í sóknarsinnað úrvalsliðið þá er hann settur þar í vörnina, þrátt fyrir að hafa leikið öllu framar í Kópavoginum í gær.

Beitir Ólafsson tók nokkrar mjög öflugar vörslur í markalausu jafntefli Keflavíkur og KR. Þá átti Nacho Heras flottan leik í vörn Keflvíkinga og bjargaði einu sinni á marklínu. Nacho er í fimmta sinn í úrvalsliðinu í sumar.

ÍBV niðurlægði FH og vann 4-1 þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson var meðal markaskorara og var valinn maður leiksins. Fram vann hörkugóðan 4-1 sigur gegn Leikni þar sem Tiago Fernandes var valinn maður leiksins.

Síðast en ekki síst þá heldur velgengni KA áfram en liðið lagði ÍA 3-0. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson í KA skoraði tvö mörk.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner