Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 16. september 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp útilokar ekki að framlengja samning sinn frekar - Hjá Liverpool eða í fríi
Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool fyrir ekki svo löngu síðan og gildir hann út tímabilið 2024. Klopp er reglulega spurður út í framtíð sína og sagði hann í viðtali í vetur að hann myndi líklega flytja til Þýskalands eftir að samningurinn rennur út.

Hann ræddi framtíð sína aftur á dögunum og þá útilokaði hann ekki að vera lengur en til ársins hjá 2024 hjá Liverpool.

„Ég á fjögur ár eftir af samningnum sem er eins og eilífð í fótbotla. Margt getur breyst, ég mun skoða stöðuna þegar nær dregur, líklega eftir fjögur ár. Ef ég framlengi ekki þá fer ég í frí. Ég mun ekki taka við öðru liði daginn eftir að ég hætti hjá Liverpool - það er á hreinu," sagði Klopp í viðtali við Leeroy Matata á Youtube.

Klopp, sem tók við Liverpool árið 2015, er hetja í augum mjög margra eftir að hafa unnið Meistaradeildina fyrir rúmu ári og í sumar varð félagið svo Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1990.
Athugasemdir
banner