Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emelía Óskars skoraði í sigri - „16 ára? Ekkert mál"
Tvö íslensk mörk hjá Kristianstad
Emelía
Emelía
Mynd: Kristianstad

Kristianstad fékk Hammarby í heimsókn í sænsku kvennadeildinni í dag.


Amanda Andradóttir var í byrjunarliðinu en Emelía Óskarsdóttir byrjaði á bekknum, hún kom hins vegar inná undir lok fyrri hálfleiks.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Amanda sem skoraði markið. Kristianstad skoraði tvö mörk í síðari hálfleik áður en Hammarby náði að klóra í bakkann, 3-1 lokatölur.

Hin 16 ára gamla Emelía skoraði þriðja markið en þetta var fyrsta markið hennar fyrir aðallið félagsins.

Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengard sem valtaði yfir Kalmar, 6-2 urðu lokatölur. Rosengard er á toppi deildarinnar eftir 20 umferðir, þrem stigum á undan Kristianstad sem er í sætinu fyrir neðan.

Orri Steinn Óskarsson leikmaður FC Kaupmannahafnar var ánægður með systur sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner