Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. september 2022 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid sendir frá sér yfirlýsingu vegna rasisma í garð Vinicius Jr
Mynd: Getty Images

Það er vægast sagt farið að hitna í kolunum fyrir grannaslag Atletico Madrid og Real Madrid í spænsku deildinni á sunnudaginn.


Það fór úr böndunum í dag en Vinicus Jr leikmaður Real Madrid var mikið á milli tannana á fólki. Hann er þekktur fyrir að taka dansspor þegar hann skorar en einhverjir telja það vanvirðingu gagnvart andstæðingunum.

Koke, fyrirliði Atletico var spurður út í það hvernig stuðningsmenn Atletico myndi taka í það ef hann myndi fagna með því að taka dansspor.

„Það má klárlega búast við því að það verði vesen. Ef hann skorar og tekur dans, þá gerir hann það bara," sagði Koke.

Pedro Bravo, umboðsmaður á Spáni pirraði sig verulega á Vinicius og lét rasísk ummæli falla í garð leikmannsins. Real Madrid hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess.

„Real Madrid C. F. fordæmir hvers kyns kynþáttafordóma og útlendingahatur í fótbolta, íþróttum og lífinu almennt, eins og  ummæli gegn Vinicius Junior á síðustu klukkustundum," segir m.a. í yfirlýsingunni.

Real Madrid hefur lögsótt Bravo vegna ummælana.


Athugasemdir
banner