Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sif kveður sem goðsögn - Sjáðu myndir frá landsliðsferli hennar
Icelandair
Sif kveður landsliðið.
Sif kveður landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir tilkynnti það í gærkvöldi að landsliðsskórnir væru komnir upp á hillu.

Það er óhætt að segja að Sif hafi átt mjög farsælan feril með landsliðinu en sá ferill spannar 15 ár. Hún fékk sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu á Algarve-mótinu í Portúgal fyrir fimmtán árum og hefur síðan þá verið stór og mikilvægur partur af hópnum.

Hún er ein af þremur leikmönnum sem hefur farið með Íslandi á öll fjögur stórmótin til þessa.

Sif, sem er 37 ára gömul, var í hópnum sem fór á EM á Englandi í sumar og spilaði þar einn leik gegn Belgíu. Hlutverk hennar var mikilvægt og var hún leikmönnum innan handar.

Hún var fyrirmynd hópsins. Á ferli hennar kom hún tvisvar til baka eftir meðgöngu og sýndi að það er svo sannarlega hægt að sinna móðurhlutverkinu og fótboltanum.

Hún hefur fengið margar falleg kveðjur í gegnum samfélagsmiðla og ljóst er að hennar verður sárt saknað í landsliðinu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar góðar myndir frá hennar geggjaða landsliðsferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner