Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   mán 16. september 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segja leikmönnum City að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur
Khaldoon Al Mubarak stjórnarformaður Manchester City og frakvæmdastjórinn Ferran Soriano.
Khaldoon Al Mubarak stjórnarformaður Manchester City og frakvæmdastjórinn Ferran Soriano.
Mynd: Getty Images
Laporte fyrrum leikmaður City.
Laporte fyrrum leikmaður City.
Mynd: EPA
Stjórnendur Manchester City sögðu leikmönnum að félagið myndi ekki tapa í 'réttarhöldum aldarinnar' sem hófust í morgun.

Teknar eru fyrir 115 ákærur ensku úrvalsdeildarinnar á hendur City vegna meintra fjármálabrota í deildinni. Félagið hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og enginn veit hver útkoman verður.

Aymeric Laporte, fyrrum leikmaður Manchester City, segir að stjórnendur félagsins hafi sannfært leikmenn um að þeir þyrftu ekki að hafa neina áhyggjur.

„Ég var hjá City þegar fréttirnar komu fram í dagsljósið. Íþróttastjórinn (Txiki Begiristain) og framkvæmdastjórinn (Ferran Soriano) komu og sögðu okkur öllum, leikmönnum og starfsteyminu, að vera rólegum því Manchester City hefði ekkert brotið af sér," segir Laporte sem gekk í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu í fyrra.

„Þeir sögðu okkur að allt væri í fínu lagi svo við treystum því. Ég býst ekki við því að það verði nein vandamál."

Búist er við niðurstöðu úr réttarhöldunum snemma á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner