Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 16. október 2019 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Það voru helvítis læti í Frökkunum
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, var svekkt eftir 4-0 tapið gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en markmiðið sé að fara „All-in" í síðari leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikaliðið var 3-0 undir í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í þeim síðari. PSG bætti við fjórða markinu undir lokin en Ásta var svekkt yfir mörkunum sem þær fengu á sig.

„Það var erfitt en mjög skemmtilegt og geggjuð reynsla að spila svona leiki. Þetta er pirrandi því þær eru helvíti góðar," sagði Ásta við Fótbolta.net.

„Þær eru ógeðslega vel spilandi og við vissum það alveg en mér fannst þetta samt ódýr mörk sem við fengum á okkur og tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við áttum að gera betur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir þetta."

„Eðlilega var smá stress eða spenna í okkur. Þetta er stærsti leikurinn hjá okkur öllum held ég en við lærum af því og vitum hvað við eigum að gera í næsta leik."

„Við breyttum ekki miklu en við ætluðum að skilja allt eftir í seinni hálfleiknum og við héldum þeim niðri."


Það voru rúmlega 1300 manns á Kópavogsvelli í kvöld og var Ásta afar ánægð með stuðninginn en það kom henni á óvart hvað það voru mikil læti í frönsku stuðningsmönnunum.

„Það voru helvítis læti í Frökkunum en maður heyrði í Blikunum og geggjað að fá svona marga á leiki og gaman að sjá fulla stúku," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner