Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mið 16. október 2019 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Það voru helvítis læti í Frökkunum
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, var svekkt eftir 4-0 tapið gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en markmiðið sé að fara „All-in" í síðari leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikaliðið var 3-0 undir í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í þeim síðari. PSG bætti við fjórða markinu undir lokin en Ásta var svekkt yfir mörkunum sem þær fengu á sig.

„Það var erfitt en mjög skemmtilegt og geggjuð reynsla að spila svona leiki. Þetta er pirrandi því þær eru helvíti góðar," sagði Ásta við Fótbolta.net.

„Þær eru ógeðslega vel spilandi og við vissum það alveg en mér fannst þetta samt ódýr mörk sem við fengum á okkur og tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við áttum að gera betur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir þetta."

„Eðlilega var smá stress eða spenna í okkur. Þetta er stærsti leikurinn hjá okkur öllum held ég en við lærum af því og vitum hvað við eigum að gera í næsta leik."

„Við breyttum ekki miklu en við ætluðum að skilja allt eftir í seinni hálfleiknum og við héldum þeim niðri."


Það voru rúmlega 1300 manns á Kópavogsvelli í kvöld og var Ásta afar ánægð með stuðninginn en það kom henni á óvart hvað það voru mikil læti í frönsku stuðningsmönnunum.

„Það voru helvítis læti í Frökkunum en maður heyrði í Blikunum og geggjað að fá svona marga á leiki og gaman að sjá fulla stúku," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner