Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   mið 16. október 2019 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Það voru helvítis læti í Frökkunum
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, var svekkt eftir 4-0 tapið gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en markmiðið sé að fara „All-in" í síðari leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikaliðið var 3-0 undir í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í þeim síðari. PSG bætti við fjórða markinu undir lokin en Ásta var svekkt yfir mörkunum sem þær fengu á sig.

„Það var erfitt en mjög skemmtilegt og geggjuð reynsla að spila svona leiki. Þetta er pirrandi því þær eru helvíti góðar," sagði Ásta við Fótbolta.net.

„Þær eru ógeðslega vel spilandi og við vissum það alveg en mér fannst þetta samt ódýr mörk sem við fengum á okkur og tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við áttum að gera betur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir þetta."

„Eðlilega var smá stress eða spenna í okkur. Þetta er stærsti leikurinn hjá okkur öllum held ég en við lærum af því og vitum hvað við eigum að gera í næsta leik."

„Við breyttum ekki miklu en við ætluðum að skilja allt eftir í seinni hálfleiknum og við héldum þeim niðri."


Það voru rúmlega 1300 manns á Kópavogsvelli í kvöld og var Ásta afar ánægð með stuðninginn en það kom henni á óvart hvað það voru mikil læti í frönsku stuðningsmönnunum.

„Það voru helvítis læti í Frökkunum en maður heyrði í Blikunum og geggjað að fá svona marga á leiki og gaman að sjá fulla stúku," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner