Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 16. október 2019 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Það voru helvítis læti í Frökkunum
Kvenaboltinn
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Ásta Eir Árnadóttir í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, var svekkt eftir 4-0 tapið gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en markmiðið sé að fara „All-in" í síðari leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikaliðið var 3-0 undir í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í þeim síðari. PSG bætti við fjórða markinu undir lokin en Ásta var svekkt yfir mörkunum sem þær fengu á sig.

„Það var erfitt en mjög skemmtilegt og geggjuð reynsla að spila svona leiki. Þetta er pirrandi því þær eru helvíti góðar," sagði Ásta við Fótbolta.net.

„Þær eru ógeðslega vel spilandi og við vissum það alveg en mér fannst þetta samt ódýr mörk sem við fengum á okkur og tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við áttum að gera betur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir þetta."

„Eðlilega var smá stress eða spenna í okkur. Þetta er stærsti leikurinn hjá okkur öllum held ég en við lærum af því og vitum hvað við eigum að gera í næsta leik."

„Við breyttum ekki miklu en við ætluðum að skilja allt eftir í seinni hálfleiknum og við héldum þeim niðri."


Það voru rúmlega 1300 manns á Kópavogsvelli í kvöld og var Ásta afar ánægð með stuðninginn en það kom henni á óvart hvað það voru mikil læti í frönsku stuðningsmönnunum.

„Það voru helvítis læti í Frökkunum en maður heyrði í Blikunum og geggjað að fá svona marga á leiki og gaman að sjá fulla stúku," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner