Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. október 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þakkaði Elísabetu eftir að hafa skorað magnað mark
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Guðmundur Svansson
Kristianstad vann góðan útisigur gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn.

Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum fyrir Kristianstad en mark leiksins, og jafnvel mark tímabilsins, skoraði liðsfélagi hennar, Eveliina Sumannen.

Hún ákvað að skjóta frá miðjuboganum og hitti boltann gríðarlega vel með þeim afleiðingum að hann endaði í markinu.

Í viðtali eftir leik þakkaði hún þjálfara sínum, Elísabetu Gunnarsdóttur, fyrir ráðleggingar í leikhléinu. „Ég verð að þakka Betu sem gaf mér ráðleggingar í hálfleik um að skjóta. Ég sá ekki almennilega því ég var með sólina í augunum,"sagði Sumannen.

Þrátt fyrir að vera með sólina í augunum, þá endaði boltinn í markinu. Þetta glæsilega mark má sjá hér að neðan.

Elísabet verður áfram með Kristianstad
Elísabet er einn færasti þjálfari sem Ísland á. Hún hefur þjálfað sænska liðið frá árinu 2009 en þá hélt hún til Svíþjóðar eftir sigursæl ár með kvennaliði Vals.

Í gær var það tilkynnt að hún hefði framlengt samning sinn við Kristianstad og stýrir hún liðinu áfram þrátt fyrir áhuga frá Íslandi. Það var áhugi frá Þrótti Vogum um að hún myndi taka við karlaliðinu þar, en hún ætlar að vera áfram í Svíþjóð.


Athugasemdir
banner
banner