Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 16. október 2023 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron gengið í gegnum erfiða tíma og dimman dal - „Á gott fólk í kringum mig sem hefur hjálpað mér virkilega mikið"
Ljúft að vera kominn aftur af stað
Aron Einar lék sinn fyrsta leik á Laugardalsvelli í þrjú ár í kvöld.
Aron Einar lék sinn fyrsta leik á Laugardalsvelli í þrjú ár í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék sínar fyrstu mínútur með liðinu síðan í mars þegar íslenska liðið lagði Liechtenstein í undankeppni EM í kvöld. Síðasti leikur á undan var einmitt gegn Liechtenstein og skoraði Aron þrennu í þeim leik.

Hann hefur glímt við meiðsli frá því í sumar og er að koma til baka eftir þau meiðsli.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

„Virkilega ljúft, búin að vera erfið meiðsl. Erfiður tími, bæði í fjölskyldunni og hjá sjálfum mér. Það er virkilega jákvætt að vera kominn af stað aftur og fá mínútur í kroppinn. Vonandi get ég byggt ofan á það."

Getur ekki gefið eins af sér uppi í stúku
Tólfan söng 'inn á með Aron' og fleiri tóku undir á Laugardalsvelli í kvöld.

„Ég á svo góðar minningar hérna á Laugardalsvelli, gerir þetta bara ennþá sætara. Góð tilfinning að vera kominn inn á aftur og spila fótbolta aftur. Það er það sem ég geri best og vil gefa af mér. Ég geri það ekki uppi í stúku."

„Mér líður mjög vel í skrokknum, átti góða æfingaviku og ég held þetta sé það mesta sem ég hef æft í langan tíma í landsliðsverkefni. Það er jákvætt. Ég vil byggja ofan á það, vera í góðu formi í nóvember og koma mér svo í annað lið í janúar. Þá er boltinn farinn að rúlla almennilega."


Á góðar minningar á Laugardalsvelli og með Gylfa
Aron tók við fyrirliðabandinu þegar hann kom inn á. „Ég á svo góðar minningar hérna, þetta bætir bara ofan á það. Það er langt síðan ég spilaði á Laugardalsvelli, var að berjast við það í sumar og ætlaði mér svo að koma sterkur til baka. Þetta var sæt tilfinning, ég get alveg sagt það."

Gylfi Þór Sigurðsson er eftir leikinn í kvöld orðinn markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, tók fram úr Eiði Smára og Kolbeini Sigþórssyni í dag. Aron og Gylfi hafa spilað merkilegustu leiki í sögu landsliðsins saman. Hvernig var að sjá Gylfa slá metið?

„Við eigum margar góðar minningar saman inn á vellinum, þetta var bara ein í viðbót. Þó að ég hafi ekki spilað með honum þá var gaman að vera til staðar þegar hann er kominn til baka og líka vice versa. Hann gefur mikið inn í hópinn, gefur mikið fyrir mig, gefur mikið fyrir þessa ungu stráka og við líka fyrir hann. Þetta er bara jákvætt."

Aron nefndi erfiða tíma í upphafi viðtals. Systir hans lést langt fyrir aldur fram í haust.

„Ég er búinn að ganga í gegnum erfiða tíma og dimman dal, en á gott fólk í kringum mig sem hefur hjálpað mér virkilega mikið. Það er gott að eiga stóra og góða fjölskyldu, góða konu og börn. Ég tel mig ríkan með það," sagði Aron.

Hann segir að í janúar muni hann finna sér nýtt félag þar sem hann er ekki skráður hjá Al Arabi sem einn af fimm erlendu leikmönnum félagsins. Hann mun fara á láni innan Katar.
Athugasemdir
banner