Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 16. nóvember 2019 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crouch um Messi: Segi barnabörnunum að ég deildi velli með þeim besta
Lionel Messi er óumdeilanlega einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Peter Crouch, fyrrum framherji Liverpool, Tottenham og enska landsliðsins, er á því að hann sé sá besti í sögunni.

Crouch sagði í samtali við Daily Mail að þegar hann eignist barnabörn ætli hann að segja þeim að hann hafi deilt velli með besta leikmanni sögunnar.

„Það mun koma sá tími sem ég mun geta sagt við afabörnin að ég deildi velli með Messi."

„Það voru ekki nema um tvær mínútur samtals, í 16-liða úrslitunum gegn Barcelona í Meistaradeildinni."

„Ég mun segja þeim það oft vegna þess að hann er sá besti."

Þú reynir alltaf að finna nýja hluti til að segja um Messi. Fyrir mér er hann lifandi minnismerki, leikmaður sem allir ættu að sjá í það minnsta einu sinni í lífinu."

Athugasemdir
banner