lau 16. nóvember 2019 13:20 |
|
Hull neitar að greiða Barnsley fyrir leikmann sem greindist með krabba
Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla neitar Hull City að greiða Barnsley lokagreiðsluna í kaupsamningi félaganna en Hull keypti Angus MacDonald frá Barnsley í janúar 2018.
Sjá einnig: Leikmaður Hull greinist með krabbamein
Hull City neitar að greiða síðustu 200 þúsund pundin sem félagið á að greiða fyrir leikmanninn.
Hull er á því að Barnsley hafi sleppt því að láta félagið vita að leikmaðurinn glímdi við járnskort í blóði þegar hann gekk í raðir Hull á síðasta ári.
Vegna þessa hefur Hull neitað að greiða síðustu 200 þúsund pundin af 750 þúsunda punda kaupsamningnum.
Greiðslan átti að berast Barnsley í lok ágúst á þessu ári. Þá átti utandeildarfélagið Torquay að fá 10% af þessari greisðlu. Það munar um minna fyrir utandeildarlið að fá 20 þúsund pund.
Sjá einnig: Leikmaður Hull greinist með krabbamein
Hull City neitar að greiða síðustu 200 þúsund pundin sem félagið á að greiða fyrir leikmanninn.
Hull er á því að Barnsley hafi sleppt því að láta félagið vita að leikmaðurinn glímdi við járnskort í blóði þegar hann gekk í raðir Hull á síðasta ári.
Vegna þessa hefur Hull neitað að greiða síðustu 200 þúsund pundin af 750 þúsunda punda kaupsamningnum.
Greiðslan átti að berast Barnsley í lok ágúst á þessu ári. Þá átti utandeildarfélagið Torquay að fá 10% af þessari greisðlu. Það munar um minna fyrir utandeildarlið að fá 20 þúsund pund.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
22:54
09:00